Súgandi

Súgfirðingafélagið var stofnað þann 29 nóv. 1950 í húsi Verslunarinnar í Reykjavík .  Ástæðan var að stofna félag til að efla og viðhalda kynni við Súgfirðinga á höfuðborgarsvæðinu og viðhalda sambandi við heimahéraðið.

Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Jóhannesson og hafa margir tekið við af honum síðan ásamt öllu því góða fólki sem hefur  látið til sín taka fyrir félagið í gegnum árin.  Formaðurinn í dag er Áslaug Ólafsdóttir og gjaldkeri er Guðný Erla Guðnadóttir. Ritstjóri blaðsins Súgandi er Kristey Bjarnadóttir og Bára Jóhannes og Guðrúnardóttir og auk okkar eru í stjórn Guðrún Margrét Karlsdóttir, Steinunn Mar og Ingólfur Geir Gissurarson. 

Félagið er fyrir alla Súgfirðinga um allt land og fyrir þá sem búa erlendis líka.   Súgfirðingafélagið gefur út  2 blöð á ári  og eru þau send heim til allra félagsmanna.   Haltu tryggð við ræturnar er okkar slagorð !

Öll blöð félagsins eru líka aðgengileg hjá Landsbókasafni.  

https://timarit.is/page/7826782#page/n0/mode/2up .  Félagsgjaldið er  3900 kr á ári.   Endilega skráðu þig !