Súgandi

Suðureyri

Suðureyri stendur við sunnanverðan Súgandafjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.

Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður árið  1899 en fljótlega upp úr því tók að myndast vísir að byggð á eyrinni. 

Sjávarútvegur hefur alla tíð verið mikilvægasta atvinnugreininn á svæðinu og því er ekki að ósekju að Sjóklæðagerðinn 66 % á upphaf sitt að reka til Suðureyrar. 

Ferðaþjónusta hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum og er Suðureyri orðin þekkt víða um heim sem hið dæmigerða íslensksa sjávarþorp enda hefur umfjöllun um bæinn ratað inní flestar helstu ferðahandbækur sem gefnar eru út. 

Í þjónustu við ferðafólk er lögð mikil áhersla á hina sögulegu tengingu við hafið og fiskveiðar,  í sátt við náttúruna og umhverfið, en tæpast er hægt að finna vistvænna þorp en Suðureyri.   Veiðar fara fram með vistvænum veiðarfærum, línu og handfærum, aflinn er fullunninn í þorpinu og þar er einnig fyrirtækið Klofningur sem sérhæfir sig í að skapa verðmæti úr aukaafurðum fisksins þannig að lítið sem ekkert fer til spillist.   Á Suðureyri er jarðvarmi,  nokkuð sem önnur byggðarlög á norðan verðum Vestfjörðum búa ekki við og í botni fjarðarsins er vatnsaflsvirkjun sem framleiðir rafmagn.

Súgfirðingar leggja þvi höfuðáherslu á notkun endurnýjanlegrar orku og að halda mengun og úrgangi í algjöru lágmarki.     Á móti þorpinu er fjallið Göltur en Spillir ofan við það. Svo segir í Landnámu  : ” Hallvarður Súgandi var í orrustu mót Haraldi konungi æí Hafrsfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands ok nam Súgandafjörð ok Skálavík til Stiga ok bjó þar.”  Skýrist nafngiftin að nokkru af því að beint á móti á sama stað í firðinum er önnur eyri sem aftur er nefnd Norðureyri.

Fyrsta útisundlaugin á Suðureyri er meðal elstu nútíma sundlauga á Íslandi.  Hún var byggð árið 1859 og var það engin annar en bæjarfógetinn Skarphéðinn Þórðarson sem var fyrstur til að taka sundsprett.

Skáldið að Þröm Magnús Hj Magnússon settist að í Súgandafirði ásamt Guðrún Önnu Magnúsdóttur og eignuðust þau 6 börn.  Magnús var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni ljósvíkingi Í Heimsljósi enda nýtti Halldór sér dagbækur  Magnúsar ótæpilega.    Árið 1983 var afhjúpaður minnisvarði um skáldið í hlíðinni þar sem hús þeirra hjóna hafði staðið. 

Margir þekktir íslendingar fæddust eða ólust upp á Suðureyri.  

Gunnar M. Magnússon ( 1898-1988 ) rithöfundur,alþingismaður og höfundur ljóðsins  ,Nú angar af sumri um Súgandafjörð ólst upp á Suðureyri.  

Gunnar Ólafsson arkitekt, Benedikt G.V. Gunnarsson listmálari, Valdimar Örnólfsson íþróttakennari og stofnandi Skíðaskólans í Kerlingafjöllum.

Auður Eir, fyrsta konan sem hlaut prestsvígslu á Íslandi en hún var ný vígður prestur þegar hún varð prestur Súgfirðinga.   

Þingmennirnir Kjartan Ólafsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Lilja Rafney Magnúsdóttir fædddust öll í Súgandafirði og Lilja Rafney býr á Suðureyri.  Reistur var minnisvarði á Stað í Súgandafirði  þann 26. júlí 2007 um Ólaf Þ. Þórðarsson skólastjora á  Suðureyri og þingmann Framsóknarflokksins á Vestfjörðum um árabil.

Leikarinn Gísli Örn Garðarsson á ættir að rekja til Suðureyrar. Meðal hans verka eru sjónvarpsþættirnir Verbúðin sem teknir voru að hluta til upp á Suðureyri.

Á undanförnum árum höfum við fengið að fylgjast með unga fólkinu okkar standa sig vel á mörgum sviðum. Meðlimir hljómsveitarinnar CELEBS eru frá Suðureyri en þau systkinin, Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís eiga það öll sameiginlegt að hafa unnið músíktilraunir með hljómsveitunum sínum. Bræðurnir með Rythmatik og Katla með Between mountains.  Síðan er það markvörðurinn í Bestu deild karla Daði Freyr Arnarsson.   Í lokinn má nefna matreiðslumeistarann  Ísak Aron Jóhannsson.