Súgandi

MYNDA OG MINNINGAKVÖLD SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS.

Verður haldið þann 22. okt 2025 kl 19 30 í Hlíðarsmára 19 jarðhæð. 

Það verður aðeins með öðru sniði en verið hefur að því leiti að Ellert Ólafsson Súgfirðingur fræðimaður og rithöfundur ætlar að fræða okkur Austur Strandir Vestfjarða. Árneshreppur land og saga 40 mín. Síðan hlé og eftir það fer hann með okkur í gönguferð frá Norðfirði til Hornbjargs í 40 mín.

Hver er Ellert Ólafsson fyrir þá sem ekki vita. Hann hóf skólagöngu sína í Barnaskólanum á Suðureyri, fór síðan í Núpsskóla, Menntaskólann á Akureyri, Háskól Íslands og endaði í KTH í Stokkhólmi. Veit ekki hve margar háskólagráður það gera ?

Stofnaði Tölvufræðsluna ásamt dr. Kristjáni Ingvarssyni verkfr. og stofnaði Stærðfræðiþjónustuna og starfar þar enn. Ellert er fæddur árið 1944. Skrifaði alla margar bækur um tölvukennslu og hélt námskeið víða um land. Stærðfræðivinnu með forriturum og sá um að hagnýta stæðfræði kennslu fyrir Verkfræðingafélagið ásamt Viðari Ágústssyni eðlisfræðingi í 12 ár.

Skrifaði alla margar bækur um ævina og þ.a.m. 3 bækur á Covid tímanum. Er núna að markaðssetja nýja bók um Neturen och var framtid sem á að koma út í Svíþjóð næsta haust.

Já Ellert er sem sagt eins og margir Súgfirðingar hörku duglegur og eldklár og þetta kvöld verður fróðlegt og skemmtilegt.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og boðið verður uppá fjarfund líka. Sendið okkur póst á 430sugandi@gmail.com með netfanginu ykkar þeir sem vilja vera á fjarfundinum.

Aðgangseyrir er 500 kr eins og verið hefur og hægt að leggja inná 133-15-6951 kt 480379-0129.

Veitingar verða til sölu á vægu verði eins og verið hefur 

Hlökkum til að sjá ykkur !