NÞað er staðsett á Aðalgötu 18 efri hæð og er íbúð Súgfirðingafélagsins sem er leigð út til félagsmanna og eins stendur fólki til boða að spyrjast fyrir um að fá hana leigða ef engin er í íbúðinni.
Íbúðin var gjöf til Súgfirðingafélagsins þann 8 nóvember 2003, frá hjónum Kristínu Gissurardóttur og Halldóri Bernódússyni. Íbúðin er 3ja herbergja með stofu og það eru rúm fyrir 6 manns og nokkrar dýnur sem hægt er að grípa í. íbúðin er ýmsum þægindum búin.
- sængur og koddar fyrir 10 manns
- borðbúnaður er fyrir 8 manns
- kaffivél að bestu gerð fyrir uppáhellingu
- hrærivél og vöfflujárn
- vél til að græja sódavatn
- ýmis áhöld í eldhúsi
- sjónvarp er í stofunni ásamt 2 spilastokkum og bókum.
- þvottavél er staðsett í þvottahúsi ásamt þvottagrind. Helga og Sigmar hjónin á neðri hæðinni skaffa okkur þvottaefni. Vegna ofnæmis er alls ekki mælt með öðru en að nota þeirra þvottaefni.
Gestabók er í setrinu og hvetjum við ykkur til að segja okkur þar hvernig ykkur likaði dvölin og jafnvel eitthvað skemmtilegt eins og sögur og ljóð.
Þegar gist er í Setrinu er nauðsynlegt að taka með sér:
- Kaffifilter, handsápu, wc pappír, handklæði og lín
- Almennt gildir sú regla að gæludýr eru ekki leyfð í íbúðinni
- Reykingar eru alfarið bannaðar í íbúðinni.
* Áður en farið er úr íbúðinni *
- Þrífa þarf vel eftir veruna í íbúðinni, tæma allt rusl, þrífa glugga, gluggakistur og annað gler og skúra bak við og undir öll rúm og húsgögn. Þrífa bakarofn, eldavél, ísskáp og frysti eftir notkun. Ekki má taka ísskápinn úr sambandi. Þurrka þarf af sjónvarpi og taka það úr sambandi. Eins að loka öllum gluggum.
- Fara þarf varlega á svölunum og á pallinum framna við íbúðina. Þar eru veggirnir ekki háir.
- Flokka þarf rusl sem kastað er í ruslatunnurnar sem eru úti
- Lykill að íbúðinni er í lyklakassa á veggnum við útidyrnar og fær handhafi hverrar viku númer til að opna kassann og nálgast lyklana.
Höfum í huga að í hreinni og vistlegri íbúð er gott að dvelja. Stöndum saman og gerum dvölina í íbúðinni sem ánægjulegasta með því að skilja mjög vel við hana eins og við viljum koma að henni.
GÖNGUM SNYRTILEGA UM !
